Út er komin skýrslan Wood shavings as animal bedding in stables og fjallar hún um kosti þess að nota íslenskan viðarspón sem undirlag fyrir húsdýr, t.d. í hænsnabúum og hesthúsum. Skýrslan var unnin í tengslum við NPP (Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins) verkefnið PELLETime, en Héraðs-og Austurlandsskógar eiga aðild að verkefninu. Höfundar skýrslunnar eru Loftur Jónsson og Christoph Wöll, starfsmenn Skógráðs ehf.