Rúnar Ísleifsson í viðtali á N4

Sjónvarpsstöðin N4 ræddi 20. mars við Rúnar Ísleifsson, skógræktarráðunaut hjá Skógrækt ríkisins og nýráðinn skógarvörð á Vöglum. Umræðuefnið var könnun á hagkvæmni þess að kynda húsin í Grímsey með viðarkurli eða viðarkögglum unnum úr viði sem fæst við fyrstu grisjun í norðlensku skógunum.

Horfa má á viðtalið hér.