Verið er að prófa danskt vélmenni sem kortleggur staðsetningu illgresis innan um nytjaplöntur, en til þess notar það GPS tækni.  Von stendur til að hægt verði að þróa vélmenni sem geti úðað þetta kortlagða illgresi með fáum dropum illgresiseyðis.  Langtímamarkmið rannsóknarinnar er að þróa vélmenni sem verði fært um reyta upp illgresið í stað þess að eitra fyrir því.

Gerð var tilraun í rófurækt með þessa tækni og gátu vísindamennirnir sparað notkunina á illgresiseyði um  70%.  Hinsvegar er illgresiseyðir ódýr vara og munu þessar niðurstöður ekki hafa áhrif á bændur, en aðalmarkmið vísindamannanna er að minnka áhrif illgresiseyðis á umhverfið.  Þessar rannsóknir eru gerðar af Háskólanum í Álaborg.

(heimild: fréttasvæði: www.forvams.org)