Eins og dyggir lesendur skogur.is sjá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á uppsetningu og innihaldi síðunnar.

Markmið breytinganna var að einfalda viðmót síðunnar og bæta við efni af ýmsum toga. Meðal helstu nýjunga má nefna að ítarlegri upplýsingar má nú fá um þjóðskóga landsins, bæði í formi texta og mynda. Gott yfirlit yfir skógana má finna á stóru korti hér á síðunni. Sett hefur verið upp afurðakerfi á síðunni þar sem hægt að er sækja upplýsingar um hvaða afurðir Skógrækt ríkisins selur og hvar á landinu þær fást. Auk þess má benda á fleiri nýjungar sem enn eru í vinnslu, s.s. myndasafn, viðburðadagatal, sérstaka síðu um fræðsluverkefnið Lesið í skóginn o.fl.

Er það von Skógræktar ríkisins að nýja vefsíðan bjóði lesendum upp á fjölbreyttari upplýsingar og fræðslu en áður.