Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Í lok júlí stóð Björgunarsveitin Þingey fyrir fjögurraskógahlaupi þar sem hlaupnar voru fjórar mismunandi vegalengdir í fjórum skógum. Hlaupið var í Reykjaskógi, Þórðarstaðaskógi, Lundsskógi og Vaglaskógi og vegalengdirnar voru 4,3 km, 9,3 km, 17,1 km og 28,8 km. Hlaupið heppnaðist vel og veður var sérstaklega gott. Um 70 hlauparar tóku þátt í öllum hlaupunum fjórum. Stefnt er að því að gera hlaupið að árlegum viðburði.

Margar skemmtilegar myndir frá hlaupinu má sjá á vef Jónasar Reynis Helgasonar.

Vaglaskógur

Myndir: úr Vaglaskógir, Esther Ösp Gunnarsdóttir