Um helgina var haldin handverkssýning í félagsstarfinu í Árbæ þar sem uppskeran frá áramótum var lögð fram til sýnis.
Í fyrsta skipti mátti sjá tálgaða hluti sem dreifðir voru um sýningarsvæðið inn á milli útsaumaðra hluta, postulínsmálaðra diska og vasa, málaðra mynda, útskorinna gripa og prjónafatnaðar.

Nemendur Ártúnsskóla komu með hluta af sínum verkefnum og stilltu upp á einum stað.Þar var greinilegt að sköpunarandinn fékk vel að njóta sín. Meðal tálgaðra gripa á sýningunni mátti sjá skartgripastanda, göngustafi, skóhorn, ausur, ýmiss konar skeft áhöld, margar gerðir fugla, fuglahús o.fl.

Samstarf kynslóðanna í tálguverkefnum og vinnu í grenndarskógi Ártúnasskóla þótti takast með ágætum og farið er að tala um að það þurfi að endurtaka með haustinu og ganga enn lengra í samstarfinu og samvinnu um verkefni í grenndarskóginum.

frett_31052010_3

frett_31052010_5

frett_31052010_4

frett_31052010_7

frett_31052010_8

frett_31052010_9


Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins