Jón Þór Þorvarðarson, bóndi á Glúmstöðum I í Fljótsdal er sauðfjárbóndi, hestamaður og skógarhöggsmaður.  Búið er lífrænt sem þýðir að framleiðsluhættir og afurðir eru vottaðir eftir EES stöðlum og framleiðir aðeins lífræna dilka.  Á sumrin fer hann ríðandi um fjöll og óbyggðir með útlendinga í hestaferðir og á veturna grisjar hann lerkiskóga í Fljótsdal og framleiðir úr þeim girðingarstaura. 

Sjálfur má hann ekki nota innflutta fúavarða staura vegna strangra umhverfisskilyrða sem hann hefur sett sér.  ?Það er aðallega tvennt sem þessi lífræni búskapur gengur út á? segir Jón ? ?að nota ekki kjemísk efni og að vera sjálfbær?.   Jón fullyrðir að staurarnir sínir séu mun endingarbetri en þeir innfluttu.  -?Á Jökuldal hafa innfluttu staurarnir brotnað eins og eldspýtur undan snjó? segir Jón.  Lerkið myndar harðan kjarnvið mjög snemma og er því fúavarið frá náttúrunnar hendi.   -?Það er erfitt að keppa við innfluttu staurana í verði en ef líftími þeirra er reiknaður inn í verðið þá eru þeir samkeppnishæfir og gott betur? segir Jón.

Glúmsstaðir I hafa verið með samning við Héraðsskóga í um 8 ár.  Í gegn um verkefnið hafa bændur á Héraði fengið leiðsögn og kennslu í grisjun og umhirðu skógar svo að ný atvinnustétt hefur myndast, íslenskir skógarhöggsmenn.  Þetta er erfið og hættuleg vinna fyrir óvana.  Maður er með 3 hestöfl í fanginu og flugbeittar tennur sem skera í gegn um hold og bein ef svo ber undir.  Sérstaklega ef hvasst er þarf að vara sig því trén geta breitt um stefnu þegar þau falla og þá er eins gott að vera ekki fyrir.  Skógarhöggsmenn eru alltaf í hlífðarfötum sem eru með sérstöku efni sem flækist í drifbúnaði sagarinnar og stoppar hana ef hún kemur of nálægt. 

Sjá meira um staurana á jardepli.com