Á fundi Skógarþjónustu Skógræktar ríkisins um daginn urðu nokkrar umræður þéttleika gróðursetningar og grisjun.  Sú skoðun kom fram hjá fleiri en einum að 2500 plöntur á ha væri of gisin gróðursetning ef viðargæði eru meðal þeirra markmiða sem ná á með skógrækt.  Voru nefnd dæmi um nýgrisjaðan lerkireit á Héraði og sitkagrenireiti á Suður- og Vesturlandi þar sem þéttleiki trjáa var 2000-3000 tré á ha fyrir grisjun.  Einkum voru þykkar greinar (og þar af leiðandi stórir kvistir í viðnum) nefndar sem atriði sem rýra verð viðarins en einnig slakt form, einkum hjá lerkinu.  Niðurstaðan var sú að ráðunautar Skógræktar ríkisins munu héðan í frá mæla með þéttari gróðursetningu þar sem timburframleiðslumarkmið eiga við, eða u.þ.b. 4000 tré á ha í upphafi.