Út eru komnir tveir fyrstu bæklingingarnir í nýrri ritröð frá Skógrækt ríkisins um þjóðskóga landsins; fyrir Hallormsstaðaskóg og Vaglaskóg.

Í bæklingunum má finna kort sem sýnir m.a. merktar gönguleiðir og þá þjónustu og afþreyingu sem er að finna í skógunum. Hægt verður að nálgast bæklingana m.a. á upplýsingamiðstöðvum, sjoppum og að sjálfsögðu í skógunum sjálfum. Hönnuður bæklinganna er Þrúður Óskarsdóttir hjá Forstofunni.

Á næstu misserum er von á bæklingum fyrir skóga í öllum landsfjórðungum.