Nýverið hannaði fyrirtækið Sögumiðlun samstæðuspil fyrir Sorpu. Um er að ræða fræðsluefni um endurvinnslu fyrir nemendur grunn- og leikskóla, en nemendur fá spilið afhent í lok vettfangsferða til Sorpu.

Söguhetjurnar eru Trjálfarnir Reynir Víðir Lyngdal og Börkur Birkir en þeir birtust fyrst í Stundinni okkar jólin 2006. Þeir heimsækja starfsstöðvar SORPU og fræðast um ýmislegt sem tengist rusli, flokkun og endurvinnslu og miðla svo fróðleiknum á sinn skemmtilega hátt til þeirra sem spila.