Mikið fræ er á birki, reynivið og stafafuru sunnanlands þetta haustið eftir hlýtt og langt sumar. Ekki er nóg með að birkifræ finnist í miklu mæli heldur er það áberandi þroskamikið.  Minna er af fræi á grenitegundum og hafa vorfrost efalaust eitthvað haft áhrif á fræmyndun. Óvenju mikið er af berjum á eini eins og meðfylgjandi mynd sem tekin var í Þórsmörk sýnir.