Baldur Björn Arnarsson og Linda Ýr Guðrúnardóttir dagskrárgerðarmenn í skóginum á Mógilsá. Skjámynd …
Baldur Björn Arnarsson og Linda Ýr Guðrúnardóttir dagskrárgerðarmenn í skóginum á Mógilsá. Skjámynd úr Stundinni okkar

... en tré eru bara tvö prósent af Íslandi. Sem sagt, við þurfum fleiri tré. Og þú ætlar að hjálpa! Þetta sögðu þau Baldur Björn Arnarsson og Linda Ýr Guðrúnardóttir dagskrárgerðarmenn þegar þau heimsóttu Eddu Sigurdísi Oddsdóttur á Mógilsá í nýjum dagskrárlið í Stundinni okkar sem kallast Jörðin.

Þessi nýi liður í Stundinni okkar, Jörðin, fjallar um umhverfismál og hóf göngu sína á sunnudaginn var, 9. febrúar. Þar var byrjað á því að ræða við Sævar Helga Bragason eðlisfræðing sem útskýrði meðal annars hugtakið gróðurhúsaáhrif, rætt var um helstu lofttegundir sem þeim valda og ýmislegt sem gera má til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum. Þar á meðal var nefnt að eitt af því væri að planta trjám.

Edda sýnir Baldri Birni og Lindu Ýri hvernig árhringir í trjám segja okkur til um aldur þeirra. Skjámynd úr Stundinni okkarSíðar í þættinum fóru þau Baldur Björn og Linda Ýr svo að starfstöð Skógræktarinnar á Mógilsá við Kollafjörð og hittu Eddu Sigurdísi, sem er líffræðingur og sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar. Ferðinni var heitið þangað til að fá að vita hvernig tré gætu bjargað heiminum.

Edda sagði í þættinum frá helstu trjátegundum á Íslandi. Hún útskýrði hvernig fræ verða að trjám og hvernig trén draga kolefni úr loftinu og binda það í sér. Rætt var um ýmsar aðferðir til að varðveita kolefnið, meðal annars að nota timbur í húsbyggingar og sömuleiðis var velt upp ýmsu sem börn og annað fólk gæti gert til að hamla gegn loftslagsbreytingum, svo sem að draga úr neyslu.

Árhringir trjáa voru skoðaðir og hvernig þeir sýna okkur aldur trjánna og niðurstaðan var eins og áður segir: Tré eru stórkostleg!

Texti: Pétur Halldórsson