Vefsíða Skógræktar ríkisins, skogur.is, hefur verið tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna í flokki þjónustu- og upplýsingavefja. Þar keppa nú fimm vefir um nafnbótina besti þjónustu- og upplýsingavefur ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á föstudaginn.

Á vefsíðu Samtaka vefiðnaðarins sem standa fyrir verðlauninum, segir:

„Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða."


Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri