Í vikunni var haldið námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara þar sem fjallað var um þolmörk skipulagðra útkennslusvæða og grenndarskóga. Markmið þessa námskeiðs var að fjalla um hvernig umgangast skal útikennslusvæði með sjálfbærum hætti og reynt að finna leiðir til úrbóta og til að koma í veg fyrir ágang einstakra svæða.

Námskeiðið fór fram í Björnslundi sem er útikennslusvæði Norðlingaskóla og leikskólans Rauðhóls. Svæðið hefur verið undir álagi vegna mikillar notkunar á undanförnum misserum og sér víða á gróðri vegna traðks og annars ágangs.  
Að námskeiðinu stóðu Náttúruskóli Reykjavíkur, verkefnið Skólar á grænni grein, Lesið í skóginn og Háskóli Íslands.

Rannveig Ólafsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, fjallaði um þolmörk einstakra svæða og þá þætti sem eru laggðir til grundvallar mati á þolmörkum svæða og hvernig koma má auga á neikvæða þróun gróðurs í umhverfinu.
Fjölmennum hópi þátttakenda sem komnir voru víða að var síðan skipt upp í vinnuhópa sem unnu að ólíkum útiverkefnum og þjálfuðu sig í að greina ástand ólíkra náttúrusvæða s.s. mó, lauf og barrskóg, mýri og einstök leiksvæði.

frett_21052010_2

frett_21052010_3

Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins