Flokkstjórar á námskeiði bregða á skollaleik.
Flokkstjórar á námskeiði bregða á skollaleik.

Flokkstjórar á Þórsmerkursvæðinu búnir undir verkefni sumarsins

Sjálfboðaliðastarfið á Þórsmerkursvæðinu hefst ævinlega með því að þeir sjálfboðaliðar sem valdir hafa verið til að stýra vinnuflokkum fara á vikulangt námskeið þar sem þeir fá ýmiss konar fræðslu og þjálfun. Þetta er gert til að búa þá undir leiðtogastarfið, skipulag vinnubúðanna og daglega verkstjórn.

Tony Newby er öllum hnútum kunnugur og kom nú aftur í Langadal til að sjá um leiðtoganámskeiðið hjá Þórsmörk Trail Volunteers. Alls verða sex sjálfboðaliðar flokkstjórar á Þórsmerkursvæðinu í sumar frá Bretlandi, Þýskalandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Farið var í leiðtogaþjálfun, öryggismál og verklega þætti á námskeiðinu en líka nokkrar hópæfingar og leiki á borð við skollaleik. Mikilvægt er að sjálfboðaliðarnir kunni vel til verka en líka að andinn í hverjum hópi sé góður í blíðu og stríðu.

Af vef Þórsmörk Trail Volunteers