Bændablaðið ræðir við Valdimar Reynisson skógarvörð

Í viðtali við Bændablaðið 6. febrúar 2014 segir Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, að staðan sé góð í skógræktarmálunum og teikn á lofti um að bjart sé fram undan eftir blóðugan niðurskurð upp á um tvær milljónir plantna árlega eftir hrun.

„Við erum þokkalega bjartsýn á að breyting verði á og við náum upp þeim dampi sem við áður vorum í varðandi gróðursetningar. Til framtíðar er mjög mikilvægt að auka þær til muna,“ segir Valdimar meðal annars í spjalli við Margréti Þóru Þórsdóttur, blaðamann Bændablaðsins.

Sjá nánar í Bændablaðinu 6. febrúar. Smellið hér til að lesa.