Um síðustu helgi fór fram tálgunarnámskeið fyrir félagsmenn í Félagi iðn- og tæknigreina og fjölskyldur þeirra í Heiðmörk í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Vegna góðrar þátttöku í fyrra var ákveðið að endurtaka námskeiðið. Námskeiðið fyllitst af fjölskyldufólki sem hafði áhuga á að finna sameiginlegt áhugamál. Góð stemmning myndaðist þar sem fjölskyldurnar ýmist unnu saman að viðfangsefnunum eða skiptust á að velja ólík verkefni.

Að venju var farið í grunnatriði tálgutækninnar og hvernig bitáhöld eru notuð í ferskum viðarnytjum. Skefting heimilisáhalda, kjullugerð, spaghettigaffall, ausur, sleifar og bollagerð var meðal viðfangsefna á námskeiðinu og svo var farin ein ferð út í skóg að spá í skógarvistfræði og skógarhirðu.

Á myndunum má sjá önnum kafna þátttakendur tálga með hnífum og öxum.

110512012-1

Myndir og texti: Ólafur Oddsson