Fræðslumiðstöð Vestfjarða hélt námskeiðið Lesið í skóginn - tálgað í tré í samvinnu við Skógrækt ríkisins síðustu helgi, en því var frestað í haust vegna ófærðar. Námskeiðið var haldið í grunnskólanum og þátttakendur komu víða að, allt frá Árneshreppi að Reykhólum. Tíu þátttakendur sóttu námskeiðið og voru margir þeirra vanir ýmsu handverki, s.s. útkurði og tálgun á fuglum og ýmiss konar dýrum sem sjást á þessum slóðum í náttúrunni. Flestir vildu bæta tæknina og kynnast þurrkaðferðum og læra að láta háholdin býta betur. Haft var á orði í lok námskeiðs að gaman væri fá framhaldsnámskeið síðar. 

19022013-(3)19022013-(1)

Myndir og texti: Ólafur Oddsson