Undanfarna daga hefur umtalsvert magn viðar verið flutt frá Vaglaskógi til Elkem á Grundartanga. 

06122012-206122012-1Lestað var s.l. föstudag og viðurinn var keyrðu suður á mánudag. Flutningarnir, lestun og aflestun gekk mjög vel. Fluttir voru um 70 rúmmetrar staflað og 40 rúmmetrar fast. Stærstur hluti viðarins sem var fluttur var stafafura en einnig var eitthvað af lerki og rauðgreni. Áætluð þyngd viðarins er rétt innan við 30 tonn.
Myndir og texti: Rúnar Ísleifsson