Jóhann Ólafur Benjamínsson
Jóhann Ólafur Benjamínsson

Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2003.

Grænlandssjóður er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála (leturbreyting AðS), er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem uppfylla framangreind skilyrði.
Umsóknum óskast beint til stjórnar Grænlandssjóðs og sendar forsætisráðuneytinu., Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, IS-150 Reykjavík, fyrir 18. apríl 2003. Texta umsókna má koma á framfæri í bréfasíma +354-562-4014 eða tölvupósti postur@for.stjr.is, ef þeimer fylgt eftir skriflega með bréfi, sem póstlagt er fyrir nefndan skiladag.