(mynd: Hlynur Sigurðsson)
(mynd: Hlynur Sigurðsson)

Í gær, miðvikudaginn 7. október, heimsótti Nefnd um stefnumótun landshlutaverkefna í skógrækt Egilsstaði og nágrenni. Nefndin starfar á vegum sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins og heimsækir nú öll verkefnin til að kynna sér aðstæður og starfsemi þeirra.

Nefndin fundaði með fulltrúum skógarbænda, starfsmönnum Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Að fundi loknum var farið í skoðunarferð um Hérað og var m.a. komið við á Buðlungavöllum, í Mörkinni á Hallormsstað og við kyndistöðina sem nú rýs á Hallormsstað. Tæki og tól voru skoðuð á Hallormsstað, rætt var um viðarframleiðslu o.fl.

 

Mynd: Hlynur Sigurðsson, Héraðs- og Austurlandsskógum