Félag íslenskra bókaútgefenda veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin í janúar ár hvert.   Í ár er tilnefnd í flokki fræðibóka bókin Dulin veröld, smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, skordýrafræðing Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Odd Sigurðsson jarðfræðing og  Erling Ólafsson skordýrafræðing. Þar er fléttað saman sögu lands, lýðs og smádýra á skemmtilegan og nýstálegan hátt og er þessi bók því frábrugðin hefðbundnum náttúrulífsbókum. Það er mikill heiður og viðurkenning fyrir Skógrækt ríkisins að starfsmanni hafi hlotnast sá mikli heiður að verða útnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.