Staða framkvæmdastjóra Héraðsskóga/Austurlandsskóga er laus til umsóknar.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.

Starfssvið:
Dagleg stjórnun.
Áætlanagerð og fjármál.
Samskipti við Alþingi, landbúnaðarráðuneyti og stofnanir þess
Skipulagningu og starfsmannamál.

Almannatengsl.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun er æskileg.
Hæfni til að hafa umsjón með rekstri og mannauðsstjórnun.
Reynsla og/eða þekking á fjármálastjórn og samningagerð.
Góðir samskiptahæfileikar.
Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Í umsókn skal eftirfarandi koma fram:
Ástæða umsóknar
Stutt æviágrip
Menntun
Starfsferilsskrá (CV)
Umsagnaraðilar
Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2003.
Krafa er gerð um að umsækjandi verði búsettur á svæðinu.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknina skal auðkenna
"umsókn um starf framkvæmdastjóra".
Umsóknum skal skilað á skrifstofu
Héraðsskóga/Austurlandsskóga,
Miðvangi 2 - 4, 700 Egilsstaðir.
Nánari upplýsingar gefur Helgi Gíslason í síma: 471-2184.

Auglýsing