Fyrr í sumar vöktu þær Erla og Inga athygli mína á ákaflega fallegum bjöllum sem slógust gjarnan í för með þeim þegar þær fóru út í kaffipásur (þá sjaldan sá til sólar).  Helst vildu kvikindin sitja á þeim stöllum í bókstaflegri merkingu.  Þetta reyndist vera tegundin Phratora polaris, sem Þorsteinn Thorarenssen gaf það skemmtilega heiti smjörbubbi í Skordýrabók sinni.  Undir lok júlí kom svo í ljós að þessir ágætu bubbar höfðu ekki bara verið í kaffipásum.  Afkvæmi þeirra eru bókstaflega að éta viðjubelti staðarins með húð og hári.  Erlendis er þetta þekkt meindýr bæði á víði og ösp, hér hefur hún lítið látið á sér kræla en fer á smjörlauf og þar af er heitið dregið. (GH)