Fyrir skömmu gengu starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins fram á mikinn sóðaskap í skóginum við Stálpastaði. Svo virðist sem einhver hafi haldið partý eða jafnvel haldið til þarna, svo mikið var ruslið. Skammt frá ruslabingnum hefur verið hlaðið eldstæði. Það er mikil eldhætta í skógum og því mikið ábyrgðarleysi að kveikja elda, enda er það stranglega bannað.  

Svona viljum við ekki sjá skógana okkar, er það nokkuð? Vonandi sjá þeir sem gengu svona um að sér og aðrir hermi þetta ekki eftir.

21112012-(1)21112012-(2)21112012-(4)


Myndir og texti: Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi