Skógar jarðarinnar geyma í sér meira kolefni en er að finna í allri vinnanlegri olíu, gasi og kolum …
Skógar jarðarinnar geyma í sér meira kolefni en er að finna í allri vinnanlegri olíu, gasi og kolum í iðrum jarðar. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að koma í veg fyrir losun kolefnis úr skógum en að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Mynd: Climate and Land Use Alliance

Hópur fjörutíu vísindamanna hefur skrifað undir yfirlýsingu um loftslagsmál sem birt hefur verið á vef samtakanna Climate and Land Use Alliance. Þar eru sett fram rök í fimm liðum fyrir því að skógar séu ómissandi þáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á jörðinni. Framtíð jarðar sé algjörlega komin undir framtíð skóganna á jörðinni.

Mynd sem sýnir muninn á rakajafnvægi í landi þar sem er skógur og á skóglausu landi. Mynd: Climate and Land Use AllianceClimate and Land Use Alliance eru samtök eða samstarfsnet stofnana og sjóða sem leitast við að varpa ljósi á það hversu mjög skógar og bætt landnotkun getur haft áhrif á baráttuna gegn loftslagsbreytingum og jafnframt verið til hagsbóta fyrir fólk og stuðlað að umhverfisvernd. Í krafti þeirrar þekkingar og sérfræðikunnáttu sem þarna er samankomin leitast samtökin við að tala fyrir raunhæfum leiðum í loftslagsmálum og að aukið fé sé lagt til skógverndar og sjálfbærrar landnotkunar. Það sé jarðarbúum til heilla og jörðinni líka.

Í þessu samstarfsneti eru meðal annars sjóðir á borð við Climate Works Foundation, The David & Lucile Packard Foundation, Ford Foundation og Gordon and Betty Moore Foundation sem allir vinna að sjálfbærni, umhverfismálum, félagslegu réttlæti og skyldum málefnum á einn eða annan hátt.

Vísindamennirnir fjörutíu sem undirrita yfirlýsinguna eru flestir bandarískir en í hópnum er einnig vísindafólk frá Brasilíu, Kanada, Bretlandi og fleiri löndum. Yfirlýsingin var sett fram í aðdraganda skýrslunnar sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur nú sett fram um áhrif þess ef hlýnar um a.m.k. 1,5 stig á jörðinni.

Texti yfirlýsingarinnar í íslenskri þýðingu

„Senn gefur milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, út skýrslu um áhrif 1,5 stiga hlýnunar á jörðinni. Ef takmarka skal hlýnunina við 1,5 stig þarf bæði að draga stórlega úr losun koltvísýrings (CO2) og fjarlægja umframmagn koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Jafnvel þótt unnið sé að því að þróa hátæknibúnað sem fjarlægt geti koltvísýring úr loftinu er „náttúrleg tækni“ skóga enn sem komið er eina örugga leiðin til að fjarlægja og geyma CO2 úr andrúmsloftinu í þeim mæli sem virkilega getur stuðlað að kolefnisjafnvægi á jörðinni.

Í aðdraganda þess að IPCC birtir nú nýja skýrslu viljum við benda á að til þess að stöðva hlýnun jarðar þurfum við að vernda þá skóga sem enn eru uppistandandi, nýta þá með sjálfbærum hætti og rækta á ný þá skóga sem horfnir eru. Fyrir þessu nefnum við fimm ástæður sem gjarnan hefur verið horft fram hjá.

1.  Skógar jarðarinnar geyma í sér meira kolefni en er að finna í allri vinnanlegri olíu, gasi og kolum í iðrum jarðar. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að koma í veg fyrir losun kolefnis úr skógum en að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Nýjar rannsóknir benda til þess að ef mögulegt á að vera að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 stig megum við ekki losa meira en um 750 milljarða tonna af CO2 á komandi öld. [i]. Kolefnið sem losnað gæti fram til aldamóta úr því jarðefnaeldsneyti sem nú er aðgengilegt til vinnslu nemur 2,7 billjónum (milljónum milljóna) tonna af CO2 [ii]. Til samanburðar geyma skógar jarðarinnar nægilegt kolefni til að losa mætti 3 billjónir tonna koltvísýrings út í andrúmsloftið, væri skógunum öllum eytt. Auk þess gera loftslagsbreytingar að verkum að skógarnir verða viðkvæmari, til dæmis fyrir stjórnlausum gróðureldum.

2.  Skógar fjarlægja nú um fjórðung alls þess koltvísýrings sem mannkynið losar út í andrúmsloftið. Þar með koma þeir í veg fyrir að loftslagsbreytingar yrðu enn verri en ella. Með því að eyða skógum losum við ekki einungis koltvísýring heldur töpum við þeirri þjónustu sem skógarnir veita þegar þeir fjarlægja koltvísýring úr loftinu með ljóstillífun. Af þeim 39 milljörðum tonna CO2 sem við losum út í andrúmsloftið á hverju ári eru 28% [iv] bundin á landi, (aðallega í skógum) og um fjórðungur í sjó. Afgangurinn verður eftir í andrúmsloftinu. Vernd þeirra skóga sem eftir eru og bætt nýting þeirra er ómissandi þáttur í því að hamla megi gegn loftslagsbreytingum. Í kaupbæti fáum við hreinna loft, minni hættu á flóðum og varðveitum líffjölbreytni. 

3.  Að ná 1,5 stiga markinu krefst einnig stórtækrar nýskógræktar svo fjarlægja megi umframmagn koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Í endurheimt skóglendis og bættri meðferð skóga felast miklir möguleikar á bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Hinar „náttúrlegu loftslagslausnir“ gætu á hagkvæman hátt fullnægt 18 prósentum [v] af þeim mótvægisaðgerðum sem ráðast þarf í fram til 2030.

4.  Líforka er ekki meginlausnin [vi]. Ef takast á að fjarlægja verulegt magn koltvísýrings úr andrúmsloftinu með því að nota viðarorku og beisla koltvísýringslosun brennslunnar er þörf á tækni sem enn hefur ekki sannað sig í stórum stíl. Á sumum svæðum, svo sem í kolefnisríkum hitabeltisskógum og votlendissvæðum  — sem hvor tveggja losa stöðugt kolefni út í andrúmsloftið — er verndun besta leiðin. Loftslagsávinningi má einnig ná með aukinni notkun á sjálfbærum viði í hluti sem endast lengi svo sem byggingar þar sem timbrið getur geymt kolefnið og leyst af hólmi orkufrek efni á borð við steinsteypu og stál.

5.   Hitabeltisskógar kæla loftið í kringum sig og þar með alla jörðina. Jafnframt mynda þeir úrkomu sem er ómissandi fyrir fæðuframleiðslu, bæði í nágrenni skóganna og lengra til [vii]. Standandi skógar draga raka úr jarðveginum og sleppa honum út í andrúmsloftið með uppgufun. Þannig stilla þeir hringrás úrkomu, bæði staðbundið og um alla jörðina. Þeir eru nokkurs konar náttúrleg hitastýring [viii]. Ef skógarnir eru aftur á móti felldir hækkar hitastig staðbundið um allt að þrjú stig[ix]. Þessi „loftslagsstýrandi“ áhrif hitabeltisskóga gerir að verkum að verndun þeirra er nauðsyn til að tryggja öruggan aðgang að fæðu og vatni í heiminum.

Þegar allt er saman tekið verðum við að vernda og viðhalda heilbrigðum skógum til að koma megi í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar og tryggja að skógar jarðarinnar haldi áfram að veita þjónustu sem skiptir sköpum um velferð jarðarinnar og okkar sjálfra. Hin náttúrlega tækni skóganna rennir stoðum undir efnahagslegan vöxt. Þrátt fyrir þetta höfum við látið viðgangast að skógar jarðar dröbbuðust niður, líkt og niðurníddir innviðir, vitandi vits að ef við frestum viðhaldi þeirra og viðgerðum verður kostnaðurinn enn meiri og hættan að allt endi með ósköpum. Til að bregðast við nýrri skýrslu IPCC viljum við koma á framfæri einföldum skilaboðum: Framtíð jarðar er algjörlega komin undir framtíð skóganna á jörðinni.“


Undirritaðir:

1. Paulo Artaxo, Physics Department, University of São Paulo

2. Gregory Asner, Department of Global Ecology, Carnegie Institution for Science and US National Academy of Sciences

3. Mercedes Bustamante, Ecology Department, University of Brasilia and Brazilian Academy of Sciences

4. Stephen Carpenter, Center for Limnology, University of Wisconsin-Madison

5. Philippe Ciais, Laboratoire des Sciences du Climat et de l’Environnement, Centre d’Etudes Orme des Merisiers

6. James Clark, Nicholas School of the Environment, Duke University

7. Michael Coe, Woods Hole Research Center

8. Gretchen C. Daily, Department of Biology and Woods Institute, Stanford University and US National Academy of Sciences

9. Eric Davidson, University of Maryland Center for Environmental Science and President of the American Geophysical Union

10. Ruth S. DeFries, Department of Ecology, Evolution and Environmental Biology, Columbia University and US National Academy of Sciences

11. Karlheinz Erb, University of Natural Resources and Life Sciences, Vienna (BOKU)

12. Nina Fedoroff, Department of Biology, Penn State University

13. David R. Foster, Harvard University

14. James N. Galloway, Department of Environmental Sciences, University of Virginia

15. Holly Gibbs, Center for Sustainability and the Global Environment, University of Wisconsin-Madison

16. Giacomo Grassi

17. Matthew C. Hansen, Department of Geographical Sciences, University of Maryland

18. George Homberger, Vanderbilt Institute for Energy and Environment

19. Richard Houghton, Woods Hole Research Center

20. Jo House, Cabot Institute for the Environment and Department of Geographical Sciences, University of Bristol.

21. Robert Howarth, Department of Ecology and Evolutionary Biology, Cornell University

22. Daniel Janzen, Department of Biology, University of Pennsylvania and US National Academy of Sciences

23. Carlos Joly, Institute of Biology, University of Campinas

24. Werner Kurz, Canada

25. William F. Laurance, College of Science and Engineering, James Cook University

26. Deborah Lawrence, Department of Environmental Sciences, University of Virginia

27. Katharine Mach, Stanford University Earth System Science

28. Jose Marengo, National Centre for Monitoring and Early Warning and Natural Disasters (CEMADEN, Brazil)

29. William R. Moomaw, Global Development and Environment Institute, Tufts University and Board Chair, Woods Hole Research Center

30. Jerry Melillo, Marine Biological Laboratory, University of Chicago

31. Carlos Nobre, Institute of Advanced Studies, University of São Paulo and US Academy of Sciences

32. Fabio Scarano, Institute of Biology, Federal University of Rio de Janeiro, and Brazilian Foundation for Sustainable Development (FBDS)

33. Herman H. Shugart, Department of Environmental Sciences, University of Virginia

34. Pete Smith, FRS, FRSE, University of Aberdeen, United Kingdom

35. Britaldo Soares Filho, Institute of Geosciences, Federal University of Minas Gerais

36. John W. Terborgh, Nicholas School of the Environment, Duke University

37. G. David Tilman, College of Biological Sciences, University of Minnesota

38. Adalberto Luis Val, Brazilian National Institute for Research of the Amazon (INPA)

39. Louis Verchot, International Center for Tropical Agriculture (CIAT)

40. Richard Waring, Department of Forest Ecosystems and Society, Oregon State University

Þau viðhorf sem hér eru sett fram eru viðhorf undirritaðra og skulu ekki túlkuð sem opinber viðhorf viðkomandi stofnana.


Tilvísanir:

[i] Millar, R. J., Fuglestvedt, J. S., Friedlingstein, P., Rogelj, J., Grubb, M. J., Matthews, H. D., … & Allen, M. R. (2017). Emission budgets and pathways consistent with limiting warming to 1.5 C. Nature Geoscience, 10(10), 741. https://www.nature.com/articles/ngeo3031/. Goodwin, P., Katavouta, A., Roussenov, V. M., Foster, G. L., Rohling, E. J., & Williams, R. G. (2018). Pathways to 1.5 C and 2 C warming based on observational and geological constraints. Nature Geoscience, 11(2), 102. https://www.nature.com/articles/s41561-017-0054-8. Tokarska, K. B., & Gillett, N. P. (2018). Cumulative carbon emissions budgets consistent with 1.5° C global warming. Nature Climate Change, 8(4), 296. https://www.nature.com/articles/s41558-018-0118-9.pdf. These recent sources use different statistical methods and base years, all resulting in median estimates of 200-208 GtC remaining for a 50-66% probability of 1.5° C.

[ii] Heede, Richard and Naomi Oreskes (2016). Potential emissions of CO2 and methane from proved reserves of fossil fuels: An alternative analysis. Global Environmental Change 36 (2016) 12-20.

[iii] Pan, Y., Birdsey, R.A., Fang, J., Houghton, R., Kauppi, P.E., Kurz, W.A., Phillips, O.L., Shvidenko, A., et al. (2011). A large and persistent carbon sink in the world’s forests. Science 333, 988–993; Pan, Y., Birdsey, R.A., Phillips, O.L., Jackson, R.B. (2013). The structure, distribution, and bio mass of the world’s forests. Annu. Rev. Ecol. Evol. Syst. 44, 593–622.

[iv] Le Quéré, C. et al (2018). Global carbon budget 2017. Earth System Science Data, 10, 405-448. https://www.earth-syst-sci-data.net/10/405/2018/

[v] Calculated from Griscom et al (2017). Natural climate solutions (Supplementary Information). Proc. Natl. Acad. Sci. U. S. A., 114, 11645–11650, doi:10.1073/pnas.1710465114. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29078344.  Categories included in the 18% mitigation potential (from the cost-constrained 2°C scenario) include reforestation, natural forest management, improved plantations, mangrove restoration, peatland restoration (assuming much of this was or is forested), trees in cropland and biochar. All natural climate solutions are assumed to ramp up at the same rate.

[vi] Field, C. and Mach, K. (2017). Rightsizing carbon dioxide removal: Betting the future on planetary-scale carbon dioxide removal from the atmosphere is risky. Science, VOL 356 ISSUE 6339; Heck, V., Gerten, D., Lucht, W. and Popp, A., 2018. Biomass-based negative emissions difficult to reconcile with planetary boundaries. Nature Climate Change, p.1; Anderson, K. and Peters, G. (2016). The trouble with negative emissions. Science, Vol. 354, Issue 6309; Turner, P.A., Mach, K.J., Lobell, D.B. et al. (2018). The global overlap of bioenergy and carbon sequestration potential.  Climatic Change (2018) 148: 1. https://doi.org/10.1007/s10584-018-2189-z.

[vii] Lawrence, D. and Vandecar, K., 2015. Effects of tropical deforestation on climate and agriculture. Nature Climate Change, 5(1), p.27.

[viii] Ellison et al (2017). Trees, forests and water: Cool insights for a hot world. Global Environmental Change, Vol. 43, Pages 51-61.

[ix] Silvério, D.V., P.M. Brando, M.N. Macedo, P.S.A. Beck, M. Bustamante, and M.T. Coe (2015). Agricultural expansion dominates climate changes in southeastern Amazonia: The overlooked non-GHG forcing, Env. Res. Lett., 10, 104105, doi: 10.1088/1748-9326/10/10/104015; Coe, M.T., P.M. Brando, L.A. Deegan, M.N. Macedo, C. Neill, and D.V. Silvério (2017). The forests of the Amazon and Cerrado moderate regional climate and are the key to the future of the region. Trop. Consv. Sci., 10, 6pp., DOI: 10.1177/1940082917720671.