Eyjólfsstaðaskógur 3. janúar 2011
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
Eyjólfsstaðaskógur 3. janúar 2011
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Í desember 2011 var samþykkt til birtingar alþjóðleg vísindagreinin í tímaritið Geomorphology sem fjallar um möguleikann á því að rannsaka tíðni og stærð snjóflóða í Fnjóskadal út frá vaxtarformi, aldri og árhringjum birkis. Fyrsti höfundur greinarinnar er Dr. Armelle Decaulne frá Frakklandi sem hefur verið tíður gestur á Mógilsá undanfarin ár og unnið að sínum rannsóknum í samstarfi við Dr. Ólaf Eggertsson, sérfræðing við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

Helstu niðurstöður greinarinnar eru þær að  á árunum frá 1927 til 2009 má finna ummerki 52 snjóflóða á aurkeilu í Fnjóskadal. Meðaltíðni snjóflóða á keilunni er frá 4,2 til 19 ár. Fimm stærri snjóflóð hafa fallið á þessum árum sem höfðu árif á meira en 40% allra trjáa á keilunni. Helstu snjóflóðaveturnir í Fnjóskadal samkvæmt rannsókn þessari voru árin 1927, 1947, 1974, 1982 og 1995.


Heimild: Armelle Decaulne, Ólafur Eggertsson and Þorsteinn Sæmundsson:  A first dendrogeomorphologic approach of snow avalanche magnitude-frequency in Northern Iceland, Geomorphology, Available online 14 December 2011, ISSN 0169-555X, 10.1016/j.geomorph. 2011.11.017.