Í dag þriðjudaginn  8. maí skrifuðu Þór Þorfinnsson skógarvörður á Austurlandi og Skúli Björnsson framkvæmdastjóri Barra hf undir endurnýjun á leigusamningi um Gróðrastöð Skógræktar ríkisins á Hallormsstað til næstu þriggja ára. Fyrsti samningurinn var gerður árið 2003, alls hafa verið framleiddar um 3.5 milljónir plantna úr stöðinni á þessu tímabili. Í vor verður aðallega sáð birki og elri.