Einn úr hópnum gaf góð ráð um grisjun með grisjunarvél

Lítill hópur finnskra skógræktarmanna kom í heimsókn í Skorradalinn í gær, fimmtudaginn 25. september.  Skógarvörður tók á móti þeim og sýndi þeim skóginn á Stálpastöðum. Fararstjóri hópsins, Friðrik Aspelund, sá um að túlka, bæði spurningar gestanna og það sem skógarvörður sagði frá. Þótti Finnunum helst til lítil króna á stafafurunni í skóginum en það kemur til af því að grisjað var of seint. Að öðru leyti var gerður góður rómur að skóginum og ekki spillti fyrir að Kristján Már Magnússon skógarverktaki var að störfum í nágrenninu á grisjunarvél sinni. Einn af Finnunum á svipaða vél og hafði mikinn áhuga á að fylgjast með vinnulagi Kristjáns með vélina og kom skilaboðum til hans um hvernig hann gæti bætt vinnubrögðin.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn hlusta á Friðrik fararstjóra segja frá skóginum.

Myndir og texti: Valdimar Reynisson skógarvörður