Auglýst er eftir skógarverði á Suðurlandi með aðsetur á Selfossi. Starfshlutfall er 100 % og miðað er við að skógarvörður geti hafið störf 1. mars 2008.

 

Helstu verksvið og ábyrgð:

  1. Rekstur skrifstofu
  2. Umsjón með Þjóðskógunum á Suðurlandi og eftirlit með öðrum skógum
  3. Stjórnun daglegs reksturs og skipulagning framkvæmda. Í því felst m.a.
    • Skipulagning grisjunar, gróðursetningar, vinnslu afurða og sölu.
    • Rekstur tjaldsvæða og hjólhýsasvæða
    • Fræöflun og sala
    • Samstarf um rannsóknaverkefni
    • Almannatengsl og kynningarmál Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins
    • Samstarf við ríki, sveitafélög og fyrirtæki

 

Menntunar og hæfnikröfur

  • Umsækjandi hafi háskólamenntun á sviði skógtækni eða skógfræði.
  • Hafi reynslu og þekkingu á skógrækt, auk innsýnar í rannsóknir á því sviði.
  • Viðkomandi þarf að vera talandi og ritfær á íslensku, ensku og helst einu norðurlandamálanna.
  • Að viðkomandi hafi þekkingu á tölvuvinnslu og geti unnið með landræn upplýsingakerfi.
  • Samskiptahæfni mikilvæg
  • Mikilvægt er að viðkomandi hafi frumkvæði og geti unnið sjálfstætt að verkefnum.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

 

Umsókn

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Loftsson skógræktarstjóri í síma 471 2100 / jonlof@skogur.is eða Hreinn Óskarsson skógarvörður í síma 864 1102 / hreinn@skogur.is.

Umsóknum skal skila til Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir, fyrir 20. desember 2007. Verður öllum umsóknum svarað skriflega.

 

Um Skógrækt ríkisins

Skógrækt ríkisins er 100 ára gömul ríkisstofnun sem hefur umsjón með Þjóðskógum landsins...  Auk þess að stunda rannsóknir og ráðgjöf í skógrækt. Hjá Skógrækt ríkisins starfa 50 starfsmenn um allt land.