Sigurður Skúlason, skógarvörður á Vöglum og trúnaðarmaður hjá Skógrækt ríkisins, var valinn trúnaðarmaður ársins á aðalfundi SFR fyrir helgi. Sigurður hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið, sem trúnaðarmaður, fulltrúi í félagsráði og síðast en ekki síst sem öflugur fulltrúi í samninganefnd. Sigurði var þakkað farsælt starf og honum afhent gjöf frá félaginu og viðurkenningarskjal.


Frétt og mynd: Vefur SFR