(mynd: Ólafur Oddsson)
(mynd: Ólafur Oddsson)

Í haust býður Hlíðaskóli nemendum í 9. og 10. bekk upp á sérstakt skógarval. Tólf nemendur völdu þetta nám og vinna að fjölbreyttum verkefnum í grenndarskógi skólans í Öskjuhlíð. Gefin eru einkunn fyrir verkefnin og framístöðu nemenda auk þess sem þeim er ætlað að leggja mat á eigin framístöðu og það sem þau telja að námið skili þeim.

Nemendur vinna að því að bæta aðgengi í skóginum með rjóður- og stígagerð. Auk þess eru settar upp merkingar um gróður og sögu svæðisins. Safnað er upplýsingum um trjá- og jurtategundir, fugla, stærð einstakra trjáa, stríðsárin í Öskjuhlíðinni og sögu trjáræktarinnar.

Verkefnisstjóri Lesið í skóginn (LÍS) heimsótti hópinn þar sem hann var að vinna að ýmsum verkefnum og gerði hver hópur grein fyrir sínu verkefni. Skógarvalið er samstarfsverkefni Einars Kristjáns smíðakennara og Helgu náttúrufræðikennara sem bæði eru mjög áhugasöm um þessa vinnu. Þau telja krakkana vera mjög áhugasama og fá heilmikið út úr náminu. Boðið er upp á þetta nám í annað sinn og líklega er þetta eini skólinn sem það gerir með þessum hætti.


frett_07102009(2)


Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktar ríkisins