(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)

Landbúnaðarháskólinn hélt Lesið í skóginn námskeið um síðustu helgi á Garðyrkuskólanum í Hveragerði. Þátttakendur voru flestir frá Suðurlandi en einn af Vestfjörðum, þar af voru fimm kennarar. Dagskráin var hefðbundin tálgunar- og skógarnytjadagskrá þar sem farið var í gegnum grunnatriði tálgunar með hnífum og exi og unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum eins og myndin af gripunum ber með sér. Unnið var úr ösp, selju, birki, furu, greni og víði. Einnig var fjallað um ferskar viðarnytjar almennt, grisjun og umhirðu í görðum og skógi. Leiðbeinandi var Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn.

frett_12052011_2

Myndir og texti: Ólafur Oddsson