Skógarhöggsvélin sem var við störf í Stálpastaðaskógi í Skorradal

fyrir jólin verður ræst á ný í dag. Mikið var grisjað í skóginu í nóvember og desember og er afraksturinn 600 tonn af timbri. Gert er ráð fyrir að skógarhöggsvélin verði á Stálpastöðum í 3 vikur til viðbótar og áætlað að um 400 tonn af timbri muni bætast við á þeim tíma.

Timbrið sem fellur til við grisjunina verður flutt í til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga og kurlað. Skógrækt ríkisins og Elkem Ísland skrifuðu í sumar undir samning um 1000 tonn af grisjunarviði úr íslenskum skógum í tilraunaverkefni þar sem ferskt viðarkurl er notað sem kolefnisgjafi í stað jarðefnaeldsneytis.



Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins.