Hefur þú litið við í þjóðskógi í þinni heimabyggð nýlega? Rannsóknir benda til að heimsókn í skóginn sé ekki aðeins ánægjuleg dægradvöl heldur hafi hún líka jákvæð áhrif á heilsuna. Sýnt hefur verið fram á að heimsóknir fólks í skóglendi styrkja ónæmiskerfið, draga úr streitu og lækka blóðþrýsting.

Vítt og breytt um landið eru 57 skóglendur sem eru öllum opnar, þ.e. svokallaðir þjóðskógar. Skógarnir bjóða upp á ýmsa möguleika, en í þeim er t.d. hægt að gista, fara í lautarferðir, ganga eftir merktu og ómerktum göngustígum og einfaldlega njóta útiverunnar. Í sumum skóganna eru trjásöfn, í öðrum er grillaðstaða og nú líður senn að tíma sveppa og berja. Finndu þjóðskóga í þínu nágrenni með því að smella hér.

Frekari upplýsingar um rannsóknir á áhrif skógarferða á heilsuna má sjá á vef The Global Network for Forest Science Cooperation.