Miklir skógareldar í Evrópu, Norður Ameríku og Rússlandi í sumar hafa vakið almenna athygli.  Þessir eldar hafa verið meiri en venjubundið er og sést það á fjölda fórnarlamba, eignartjóna og því hversu stór svæði hafa orðið eldinum að bráð.  Hætta á skógareldum hefur verið mikil vegna þeirra veðurskilyrða sem hafa einkennt sumarið í þessum heimshlutum, mikill hiti og löng þurrkatímabil.  Vistkerfi hafa víða skemmst mikið og afleiðingin er oftar en ekki uppblástur lands.  Þessir skógareldar hafa verið mun fleiri í ár í Evrópu en að meðaltali allan síðastliðin áratug. 

Fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi skógarelda hafa síðustu áratugi dregið mjög úr tjóni á þessum svæðum.  Barátta sérhæfðra slökkviliðsmanna hefur verið hetjuleg og menn hafa lagt sig alla fram í baráttunni en þrátt fyrir það eru skemmdir og tjón töluvert meira en venjulega.  Enn er hægt að auka alþjóðasamstarf á þessu sviði og hefur samstarf verið að þróast á síðustu árum.  Mannskapur og tæki hafa verið send heimshorna á milli í þessari baráttu þar sem menn þróa aðferðir til að slökkva skógarelda.  Sem dæmi um umfang slökkvistarfs vegna skógarelda á Ítalíu árið 1999 þá velti iðnaðurinn sem slökkvir skógarelda jafn hárri fjárhæð og timburframleiðsluiðnaðurinn þar í landi.

Heimild: Fréttabréf UNECE, rit no. 32 sept. 2003.