Náttúruvefsjáin er einföld og þægileg í notkun, bæði fyrir almenning og sérfræðinga. Hægt er að setja inn og skoða ólík gögn, þ.m.t. punkta,línur, fleka, fjarkönnunargögn, svo sem gervitunglagögn og loft­myndir, og tímaháðar landfræðilegar upplýsingar svo sem kort af veður- og vatnafari. Ennfremur gefur Náttúruvefsjá kost á skráningu og miðlun annarra gagna s.s. lýsigagna, fróðleiks, tengla og ljósmynda. Náttúruvefsjánni er ætlað að nýtast stjórnsýslu, fyrirtækjum, almenningi og vísindamönnum.

Nú hefur upplýsingum um skógrækt verið bætt við gagnagrunn Náttúruvefsjárinnar og mögulegt er að skoða bæði náttúrulegt birkilendi og ræktað skóglendi. Náttúrulega birkilendið er hægt að skoða út frá því hvort um er að ræða náttúrlegan birkiskóg, birkikjarr eða endurnýjun birkis. Rækað skóglendi er einnig hægt að skoða en þar má sjá skógræktarsvæði, barrskóga, laufskóga og blandskóga. Þessar upplýsingar er hægt að skoða myndrænt í samhengi við allar aðrar upplýsingar sem í vefsjánni eru, leggja hver lagið ofan á annað og skoða af mikilli nákvæmni. Hér er því um að ræða spennandi nýjung, bæði fyrir almenning og sérfræðinga.


frett_09022009(2)