Þessi öldungur barst inn á skrifstofu Héraðs- og Austurlandsskóga fyrr í sumar og hefur vakið töluverða athygli gesta og gangandi. Um er að ræða fléttuna „birkiskegg" sem fannst í Eyjólfsstaðaskógi snemma í sumar.


Á vefsíðunni Flóra Íslands má lesa þennan fróðleik um skeggið:

Birkiskegg (Bryoria fuscescens) vex á trjám í gömlum birkiskógum, en fer einnig sums staðar á eldri tré í gróðursettum skógum. Þessi flétta er hárkennd og hangir niður úr greinum eða utan á trjábolum eins og sítt skegg. Hún er grábrún, ljósbrún eða grænbrún á litinn, með fremur mattri áferð. Lík birkiskeggi er jötunskegg sem vex á klettum eða jarðvegstoppum, en það er dekkra á litinn og með gljáandi áferð.



Frétt og mynd: Vefsíða Héraðs- og Austurlandsskóga