Sitkagrenið velur sér stundum einkennilega vaxtarstaði. Á dögunum rakst starfsmaður Skógræktarinnar á Tumastöðum á sjálfsáð sitkagreni upp í reynivið í Múlakoti. Greniplantan gæti verið um þriggja til fjögurra ára en reyniviðurinn er rúmlega hálfrar aldar gamall. Fróðlegt verður að fylgjast með hvað verður úr sitkagreniplöntunni eða þá úr reyniviðnum þegar fram líða stundir.