Mánaðarlegur fræðslufundur LÍS var haldinn í Selásskóla nú í vikunni og var hann sem fyrr ætlaður öllum starfandi kennurum í grunnskólum í Reykjavík. Þema fundarins var Sjálfbærni í skógartengdu útinámi. Anna Sólveig Árnadóttir og Þórður Björn Ágústsson, kennarar við Selásskóla, kynntu útinám í skólanum og röktu útinámssögu grenndarskógarins við Rauðavatn, samstarf við Skógrækt ríkisins og Umhverfissvið og hvaða má læra af þessari útinámsreynslu.

Horft var á myndband um skóga í Evrópu, Ólafur Oddsson kynnti hugmyndir að sjálfbærniverkefnum í skógartengdu útinámi, hvernig má tengja saman skógarhirðu og nytjar í skólastarfi og vinna með skóginum og góðri vist hans.

Þá kynnti Ólafur samstarf Íslands, Noregs og Lettlands um gerð námsefnis fyrir Sjálfbært skógartengt útinám sem nú stendur yfir og óskaði um leið eftir samstarfi við einstaka kennara og skóla um þróun og gerð námsefnisins.
Þrjátíu manns mættu á fundinn og ræddu hugmyndirnar.

Næsti fundur verður haldinn í Fossvogsskóla í lok febrúar.

27012012_1

27012012_3

Myndir og texti: Ólaftur Oddsson