Í dag birti Vísir seinni hluti gerinar eftir sautján ræktendur með yfirskriftinni Hvaða framandi lífverur eru umhverfisvandamál á Íslandi? Í greinni bregðast þeir við grein fjórtán vistfræðinga sem birtist einnig á Vísi þann 20. janúar s.l.

Í grein ræktendanna segir m.a.

Hvergi í íslenskum rannsóknum hefur heldur komið fram að innflutningur og dreifing á framandi lífverum hafi valdið tjóni á líffræðilegri fjölbreytni hérlendis nema helst sú að minkur hefur breytt varphegðun fugla og hugsanlega haft önnur staðbundin áhrif. Engri plöntutegund hefur verið útrýmt af innfluttum plöntutegundum svo vitað sé og fjölbreytni gróðurríkisins hefur sannanlega aukist þegar talið er í tegundum og fjölbreytileika vistkerfa. Við sjáum merki þess hvar sem við förum um landið okkar.