Í dag birtist grein á Vísi eftir sautján ræktendur með yfirskriftinni Hvaða framandi lífverur eru umhverfisvandamál á Íslandi? Í greinni bregðast þeir við grein fjórtán vistfræðinga sem birtist einnig á Vísi þann 20. janúar s.l.


Í grein ræktendanna segir m.a.

Vistfræðingarnir 14 beina spjótum sínum sérstaklega að „talsmönnum garðyrkju og skógræktar“ og ýja að því að þessum fulltrúum ræktunarfólks sé mjög áfram um að hingað berist og taki sér bólfestu hvers kyns ófögnuður  á borð við spánarsnigil, mink og skógarkerfil.

Það er út í hött  að drótta  því að skógræktar- og garðyrkjufólki að það vilji engar hömlur hafa á innflutningi lífvera með því að leggjast gegn umræddu frumvarpi.  Fáum er meir í mun að hingað berist ekki til lands óværa, sjúkdómar eða leiðindaplöntur en ræktunarfólki. Það er best gert með raunhæfum sértækum vörnum gegn þekktum sjúkdómum og plágum, en fordómar og bannhyggja gegn framandleika almennt með skírskotun til landfræðilegs uppruna tegunda  skilar engum árangri og er fáránleg.

Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi: Í greinni er vísað á lista á vef CBD (Convention on biological diversity / Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni) sem ekki er lengur virkur. Efnið má hins vegar enn nálgast á vef Paul Richardson.

Önnur grein frá skógfræðingunum bíður birtingar.