Út eru komin tvö Rit Mógilsár. Eru þetta rit nr 13 og 14 í ritröðinni. Fyrra ritið er áfangaskýrsla 1997-2002 fyrir Austurland í verkefninu Landsúttekt á skógræktarskilyrðum. Höfundar eru Arnór Snorrason, Lárus Heiðarsson og Stefán Freyr Einarsson.  Síðara ritið er einnig áfangaskýrsla 1997-2002 í verkefninu Landsúttekt á skógræktarskilyrðum, en fyrir Suður- og Suðvesturland. Höfundar eru Arnór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson. Bæði ritin eru fáanleg á skrifstofu Mógilsár eða á heimasíðu Mógilsár í pdf formi.