Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.
Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.

Í ritinu birtast greinar um skóga og skógræktarrannsóknir á Íslandi, hvort heldur stakar greinar eða nokkrar greinar saman, t.d. sem ráðstefnurit.

Að þessu sinni er ritið eftir þau Halldór Sverrisson, Aðalstein Sigurgeirsson og Helgu Ösp Jónsdóttur og fjallar um niðurstöður mælinga á 11 klónatilraunum með Alaskaösp. Tilraunirnar voru gróðursettar víðs vegar um landið á árunum 1992-1995 og mældar á árunum 2005-2010. Í ritinu er sagt frá tilraunastöðum og niðurstöðum mælinga. Helstu niðurstöður eru að munur er á vexti eftir tilraunastöðum og almennt má segja að vöxtur sé meiri á Suðurlandi en í öðrum landshlutum. Enn fremur eru nokkur munur á vexti klóna milli landshluta og er hægt að sjá hvaða klónar hafa komi best út í hverjum landshluta fyrir sig. Hægt er að hlaða ritinu niður af vefnum en þeir sem vilja prentað eintak er bent á að hafa samband við ritstjórn.

Rit Mógilsár er gefið út af Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá og er ritstýrt af Eddu S. Oddsdóttur (edda@skogur.is), Ólafi Eggertssyni (olie@skogur.is) og Birni Traustasyni (bjorn@skogur.is). Ábyrgðarmaður er Aðalsteinn Sigurgeirsson (adalsteinn@skogur.is), forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Höfundum sem hafa áhuga á að leggja til greinar í Rit Mógilsár er bent á að hafa samband við ritstjórn.


Texti: Edda S. Oddsdóttir
Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir