Ráðstefnan Skógar efla lýðheilsu fólks í þéttbýli fór fram á Grand Hotel fyrir helgi, þ.e. dagana 16. - 19. september. Að því tilefni sendu Leifur Hauksson og Hrafnhildur Halldórsdóttir á Rás 1 þáttinn Samfélagið í nærmynd út frá hótelinu. Talað var við Hrefnu Jóhannesdóttur, einn skipuleggjanda ráðstefnunnar, Önnu Maríu Pálsdóttur, doktorsnema í umhverfissálfræði, Brynhildi Davíðsdóttur, dósent við HÍ, Daða Má Kristófersson, lektor við HÍ, Kristínu Eiríksdóttur, doktorsnema og Þórólf Jónsson, garðyrkjustjóra í Reykjavík.