Sænska sendiráðið og IKEA bjóða til málþings um hagkvæma og umhverfisvæna byggingarkosti í þéttbýli

Hvers vegna skyldu BoKlok-húsin sænsku teljast „umhverfisvæn“? Af því þau eru úr timbri. Framleiðsla timburhúss losar innan við 1/10 af gróðurhúsalofttegundum m.v. byggingu húss sömu stærðar úr stáli eða steinsteypu.

Sænska sendiráðið og IKEA bjóða til málþings um hagkvæma og umhverfisvæna byggingarkosti í þéttbýli miðvikudaginn 4. nóvember á veitingastað IKEA að Kauptúni 4 í Garðabæ. Húsið verður opnað kl. 8.30 og dagskrá hefst kl. 9.00.

Í Svíþjóð hafa verið þróuð nútímaleg hús sem eru jafnframt umhverfisvæn, ódýr í byggingu og hagkvæm í rekstri. Hugmyndafræðin á bak við BoKlok, samstarfsverkefni IKEA og Skanska í Svíþjóð, verður m.a. kynnt á málþinginu. Í dag er þúsundir BoKlok-húsa að finna í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi.

Aðrir þátttakendur verða til dæmis AIX Arkitekter AB, Arkitektafélag Íslands, Mannvirkjastofnun og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Sænskir gestir flytja erindi sín á ensku.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig með því að senda upplýsingar um fjölda gesta á netfangið reykjavik.invit@gov.se

Sætaframboð er takmarkað.

Frétt af vef sænska sendiráðsins