Garðyrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Íslands efna til sameiginlegs fræðslufundar, þar sem fjallað verður um ræktun trjáa og runna í ljósi mögulegra breytinga á veðurfars – og ræktunarskilyrðum og kynbætur og framboð á réttu erfðaefni.

 

Fyrirlesarar eru:

Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur

- Aðlögun tegunda að breyttum ræktunarskilyrðum.

Þorsteinn Tómasson, plöntuerfðafræðingur.

- Kynbætur og framboð á réttu erfðaefni.


Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. október 2007 í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefst fyrirlesturinn kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 500.-

Garðyrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Íslands hafa gert með sér samkomulag um að efna til samstarfs með það að markmiði að auka fræðslu, menntun og áhuga á sviði garðyrkju, trjáræktar, skógræktar og umhverfisskipulags og er þessi fræðslufundur fyrsta sameiginlega verkefni félaganna.

Heimild:

www.gardurinn.is og www.skog.is