Dagana 20.-22. október stendur netverkið ReNo fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vistheimt á norðurslóðum. Ráðstefnan verður vettvangur skoðanaskipta milli vísindasamfélags, stjórnsýslu og framkvæmdaaðila. 

Hún mun fjalla um fjögur meginþemu:

1. Vistheimt á norðurslóð – áskoranir og tækifæri: 
2. Löggjöf, stefna og framkvæmd vistheimtar. 
3. Markmiðssetning og árangursmat í vistheimt. 
4. Hlutverk vísindakenninga í vistheimt.