Haustráðstefna LÍSU-samtakanna, Landupplýsingar 2010, verður haldin fimmtudaginn 21. október nk. verður haldin í Veisluturninum (20. hæð), Smáratorgi, Kópavogi.

LÍSU-samtökin, í samstarfi við og fyrir þá sem starfa við landupplýsingavinnslu, kortagerð, GPS- mælingar og annað tengt  landupplýsingatækni, standa fyrir ráðstefnunni.

Við bendum sérstaklega á erindi Björns Traustasonar, landfræðings Skógræktar ríkisins, Landupplýsingastaðlar í skógrækt: Kortlagning Hamrahlíðarskógar og binding kolefnis.

Skráningar á ráðstefnuna og óskir um frekari upplýsingar sendist á netföngin lisa[hjá]skipulag.is eða landupplysingar[hjá]landupplysingar.is.