Í gær, þriðjudaginn 18. september, heimsótti ráðherra hins nýja umhverfis- og auðlindaráðuneytis Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum og Hallormsstað, auk Héraðs- og Austurlandsskóga. Með ráðherranum í för voru Andrés Ingi Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi, Jón Geir Pétursson, sérfræðingur og Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri.

Ekið var um Hérað og ólík skógræktarsvæðið skoðuð; allt frá nýgróðursetningum til fullvaxta skógar. Kurlkyndistöðin á Hallormsstað var skoðuð, sem og grisjunarsvæði. Gestum var boðið upp á ketilkaffi og kleinur í skóginum áður en haldið var á stuttan fund.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni en fleiri myndir er að finna í myndasafni.

DSC04997_b

DSC04950_b

DSC04959_b

DSC04980_b

DSC05003_b

DSC05096_b

DSC05053_b

DSC05089_b

Myndir og texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir